Um Jangmi

Jangmi er íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem flytur inn hágæðar húðvörur frá Suður-Kóreu.

Við stofnuðum Jangmi eftir að hafa sjálf upplifað hversu áhrifaríkar og einstakar kóreskar húðvörur geta verið.

Markmið okkar er að deila þessari reynslu og bjóða upp á vandaðar og öruggar vörur sem styðja við heilbrigða húð, sérstaklega þar sem húðin þarf meiri alúð yfir þurru mánuðina hérna heima.

Sem fjölskyldufyrirtæki leggjum við mikla áherslu á persónulega þjónustu.
Við viljum að allir viðskiptavinir okkar finni sig velkomna og treysti því að þeir fái stuðning og ráðgjöf sem hentar þeirra húðþörfum. Með vörunum okkar tryggjum við ekki aðeins gæði og virkni heldur einnig að þú fair þjónustu sem byggist á trausti og umhyggju.